Með staðreyndirnar á hreinu

Pat Robertson er æði merkilegur (ekki í jákvæðri merkingu) karakter. Hann sóttist t.d. eftir því að verða forsetaefni Repúblíkana 1988 og hefur mikið tjáð sig, oftar af ákafa en þekkingu, um málefni líðandi stundar. Held þó að hann slái persónulegt met í ósmekklegheitum núna - en ég býst við að verðum að fyrirgefa honum, þar sem hann veit ei hvað hann gjörir.

Hann segir að Haítí-búar hafi gert samning við Kölska (ekki útgáfufyrirtækið) hér í denn og það sé ástæðan fyrir því hversu miklar hörmungar landið hafi þurft að þola. Svo bætir hann við: "Sönn saga".

Því er tilvalið að koma hér með eina sanna sögu af Pat Robertson. Þá sögu er hægt að sanna miklum mun meira en söguna sem hann segir af íbúum Haítí.

Pat Robertson var í talsverðum viðskiptum við forseta Líberíu, Charles Taylor, vopnasala og morðingja sem hafði komist til valda í blóðugri byltingu með aðstoð Lýbíumanna. Sami Taylor og studdi uppreisnarmenn í Sierra Leone, sem frægastir eru fyrir að nota börn í hryðjuverkum sínum, höggva hendur af andstæðingum og fleira í þeim dúr. Þeir sem hafa séð bíómyndina Blood Diamond þekkja þessa terrorista, sem kalla sig RUF.

Pat Robertson t.d. keypti námavinnslurétt í Líberíu, en þar eru demantanámur. Hann sendi flugvélar, sem áttu að flytja hjálpargögn, með tæki og tól til demantavinnslu á svæðið. Varð svo rétt rúmlega brjálaður þegar Bandaríkjamenn reyndu ekki að hindra að SÞ tækju Taylor höndum, fannst alveg ómögulegt að svona góður - og sannkristinn - maður væri tekinn úr umferð, þá væri stórhætta á að múslimar næðu landinu á sitt vald. Taylor hafði þá leyft al-Quaida, gegn gjaldi að sjálfsögðu, að athafna sig í landinu um nokkurt skeið.

Semsagt - salt jarðar, þessi Robertson. Eða ekki.


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gauti

þarft þú ekki bara að fá sér dálk í mogganum Ingvar minn . . væri ekki verra að fá laun fyrir þessi input þín ;)

Gauti, 14.1.2010 kl. 09:50

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það væri gaman - ertu nokkuð með númerið hjá Davíð?

Ingvar Valgeirsson, 14.1.2010 kl. 09:52

3 identicon

Við Íslendingar eigum nú einn svona vitleysing líka - hann Gunnar í Krossinum. Ætli hann taki ekki undir með kollega sínum?

Jón Flón (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 10:30

4 identicon

Hvað meinar þú með hann Gunnar ...  Hann er greynilaga að sjá ljósið  Hann er búinn að skilja, lætur sjúga sorann út um ra**gatið á sér og er farinn að tala um geimverur.  Semsagt allt er nú hægt :)

En þessi pat er auðvitað alveg snar...  Eins og svo margir aðrir sem eru í þessum bransa.
Með endalausa valdafíkn og felur sig svo á bakvið "guð" þessa mythologíu sem er almáttug vera sem "á" að vera svo miskunarsamur og góður mhmmm einmmitt.  Ef að guð er til þá er það grimmasta vera sem til er í heiminum meir að segja grimmari en mannskepnan og þá mikið sagt.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 10:56

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jón Flón - þú berð þetta viðurnefni réttilega ef þú ætlar að líkja Pat Robertson við Gunnar í Krossinum. Mér vitanlega hefur Gunnar ekki átt í miklum viðskiptum við geðsjúka stríðsherra með fjöldamörg mannslíf á samviskunni, en endilega láttu mig vita ef þú veist betur.

Ingvar Valgeirsson, 14.1.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband