Aldeilis hressandi.

Í Mogganum í dag er opið bréf til Björns Vals Gíslasonar þingmanns, sem er varaformaður fjárlaganefndar alþingis.

Bréfið hljómar svo:

"Nú ertu loksins kominn á þing og orðinn varaformaður fjárlaganefndar, Björn Valur Gíslason. Og mottóið hjá þér er „Allt upp á borðið!“ Ekki satt?

Skoðum það mál aðeins betur!

Í þriðju umræðu um Icesave spurðu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, í andsvörum, í hvaða hugarheimi þú værir og undruðust framkomu þína. Ekki er ég nú stoltur af skrifum sem þessum, en tel mig knúinn eftir það sjónarspil sem þú viðhafðir á Alþingi í Icesave-umræðunni, að upplýsa um þann mann sem þú hefur að geyma, samkvæmt reynslu minni.

Er einhver von til þess að þau skildu þetta sjónarspil þitt? Ég held ekki. Leikarinn BVG getur stundum verið snillingur í að koma hlutunum fyrir. Hann getur verið vingjarnlegur, tillitssamur, þolinmóður, örlátur - jafnvel hæverskur og fórnfús. Á hinn bóginn getur Björn Valur - þú sjálfur - verið illkvittinn, eigingjarn, sjálfumglaður og óheiðarlegur og skilið eftir þig ringulreið og upplausn fremur en jafnvægi.

Þetta er minn skilningur á þér eftir reynslu mína fyrir 20 árum og sýnist mér þú lítið skárri nú en þá. Þú hefur þann „heiður að bera“ að hús okkar hjóna var boðið upp og stóð fimm manna fjölskylda á götunni eftir þann leik. Uppáskrift lánsins sem þú tókst til að fjármagna útgerð þína, Björn Valur Gíslason ehf, varð að okkar óláni. Láninu átti að aflétta síðar af húsi okkar hjóna, en lán þetta var aldrei flutt og því fór sem fór. Svar þitt við okkur var einfalt: Það verða allir að bera ábyrgð á því sem þeir gera. Þess má geta, fyrir lesendur bréfs þessa, að BVG og kona mín eru systkinabörn. Eitt enn, af mörgu, sem setja má í snilldarpakka þinn, og það er hvernig þér tókst að fá lán langt umfram eignir. Er þetta kannski kunnuglegt í dag, BVG?

Ég er ekki sá eini sem þér tókst svona vel með að koma á kaldan klakann. Það veit enginn fyrr en reynt hefur hversu erfitt er að takast á við lífið í þessum sporum, þ.e. við það að missa húsnæði sitt. Sérstaklega er það þó erfitt þegar það er af skyldmenna völdum, eins og ég og mín fjölskylda upplifðum. Ekki er mér kunnugt um það, Björn Valur Gíslason, að þú hafir iðrast gjörða þinna og athafna gagnvart mér og/eða minni fjölskyldu.

Ég er ekki með þessu bréfi að kasta rýrð á aðra þingmenn vinstri grænna, sem er hið mætasta fólk, heldur að segja frá samskiptum mínum við umræddan þingmann".

Hér er svo dæmi um loforð sem umræddur þingmaður má standa við:

http://www.dv.is/frettir/2010/1/3/bjorn-valur-stjornin-spruning-ef-olafur-skrifar-ekki-undir/


mbl.is Saknar vináttu sem glataðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þessi viðbjóðslegi drullusokkur er þingmaður í dag, SVEIATTAN

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Brattur

Þið gleypið þessa sögu hráa úr Mogganum. Eigum við ekki að segja að Morgunblaðið hafi lagst lágt með birtingu þessarar greinar. Eigum við ekki líka að segja að sannleikurinn er hér illa afbakaður  svo ekki sé meira sagt.

Árni Karl, þú ættir að fara varlega í að kasta steinum í menn sem þú þekkir ekkert.

Brattur, 7.1.2010 kl. 00:21

3 identicon

Þið sjálfstæðismenn eruð á móti öllu og alltaf í fýlu. Eruð þið á móti endurreisn atvinnulífsins? Eruð þið á móti framförum og lýðræði?

Hljómar kunnulega.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 08:59

4 identicon

Vantar "g" í kunnu(...)lega og "?".

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 09:01

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Bjartur, þetta er ekki fréttaskýring úr Mogganum, þetta er lesendabréf. Og á sem slíkt fullan rétt á sér, sérstaklega í ljósi þess hversu lítil og eymingjaleg svör þingmaðurinn gaf.

Elvar - svörin eru "já", "13" og "gardínustöng".

Ingvar Valgeirsson, 7.1.2010 kl. 09:56

6 Smámynd: Brattur

Ingvar, auðvitað átt þú fullan rétt á þínum skoðunum sem þú myndar þér um það sem þú lest... af tillitsemi við t.d. þann sem bréfið ritar í Morgunblaðið vill Björn Valur ekki ræða þetta gamla mál frekar... þú mátt kalla það eymingjalegt... fyrir mér er Björn Valur maður að meiru....

Brattur, 7.1.2010 kl. 20:17

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er varla af tillitssemi við þann sem bréfið ritar - það var einmitt hann sem ljáði máls á þessu og ætti að þola að málið sé rætt frekar, annars hefði hann varla ritað þetta bréf. Hann skrifar varla bréfið til þess að þegja málið í hel, er það?

Ingvar Valgeirsson, 8.1.2010 kl. 22:31

8 Smámynd: Brattur

Þetta er náttúrulega snúið Ingvar... en ég veit að bréfritarinn myndi ekki líta vel út ef sannleikur þessa 20 ára gamla máls væri sagður... jú, af tillitsemi við bréfritara og ættingja er þetta mál ekki rætt frekar... þetta er fjölskyldumál sem ekki á að reyfa í blöðum.

Brattur, 8.1.2010 kl. 22:55

9 Smámynd: Sigurjón

Mér finnst nú miklu líklegra að BVG vilji ekki ræða þetta frekar einmitt vegna þess að þetta lítur mjög illa út fyrir hann.  Að láta lán falla á fjölskyldumeðlimi vegna offjárfestinga og horfa upp á að sömu meðlimir lendi á götunni vegna þessa er mjög ljótt.

Kv. SV

Sigurjón, 12.1.2010 kl. 12:37

10 Smámynd: Brattur

Sigurjón, málið er bara ekki svona eins og þú segir; Þeir áttu BÁÐIR fyrirtækið... BÁÐIR misstu eignir sínar... annar aðilinn BVG borgaði síðan upp lán sem þeir félagar höfðu tekið með ábyrgð vina og vandamanna... hinn stakk af...

Brattur, 12.1.2010 kl. 19:54

11 Smámynd: Sigurjón

Hvers vegna í ósköpunum kemur BVG þá ekki fram og leiðréttir málið?

Sigurjón, 12.1.2010 kl. 20:53

12 Smámynd: Brattur

Sjáðu komment mitt nr. 8

Brattur, 12.1.2010 kl. 21:04

13 Smámynd: Sigurjón

Eftir stendur að án útskýringar lítur BVG út fyrir að vera algjör skúrkur.  Verst fyrir hann myndi ég halda...

Sigurjón, 13.1.2010 kl. 01:55

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Áttu þeir báðir fyrirtækið Björn Valur Gíslason ehf? Eitthvað, kannski nafnið, segir mér að BVG hafi í það minnsta verið ráðandi aðilinn í því samstarfi...

En mér finnst að BVG, verandi í því embætti sem hann er, skuldi kjósendum sínum - jafnvel landsmönnum öllum - skýringar, hversu illa sem þær koma við bréfritarann. Það var jú bréfritarinn sem ljáði máls á þessu og því þarf hann að vera meira en lítið skrýtinn ef hann er ekki að segja satt og rétt frá.

Ingvar Valgeirsson, 13.1.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband