Í kvöld sé stuð

Undirritaður er að leika fyrir ölvun á rómantískum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, Dubliner, í kvöld. Af hverju ætlar þú ekki að mæta?

 Lag dagsins er rúmlega tvítugt, þótti skemmtilegt hjá sauðsvörtum almúganum þegar það var nýtt. Nú kannast enginn við það nema fólk á mínum aldri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

kemst ekki í kvöld þar sem ég ætla að taka á móti föður þínum sem kemur seint og fer á morgun. Nema hann heimti að fara á byllerí...

Annars vona ég að þú takir Uriah Heep og Deep Purple. Og Stranglers. Of Cliff Richards. Ég meina þá lag með Cliff....

arnar valgeirsson, 22.3.2007 kl. 19:38

2 Smámynd: arnar valgeirsson

Annars byrja ég kvöldið á tónleikum hjá syni mínum, gítarsnillingnum sem tekur þig í nebbann. Hann mun væntanlega leika polka og salsa, ræl og valsa með stæl.

Vonandi tekur hann sig til og  spilar eitthvað hevví, svona til að hrista upp í tónlistarskólanum...

arnar valgeirsson, 22.3.2007 kl. 19:46

3 identicon

Frábært lag en ekki fannst mér það árið 1986.  Er ég orðinn gamall eða var ég svona vitlaus...nema hvort tveggja sé?  Það gæti verið gaman að kíkja á Írapúbb, versla Kilkenny og hlusta á þig spila. Þú ert skratti flinkur.

Flosi Þorgeirsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 00:48

4 identicon

Þess má geta að Cutting Crew og Iron Maiden tengjast skemmtilega því Tony Moore var hljómborðsleikari í báðum böndum, þó ekki á sama tíma!

Flosi Þorgeirsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 00:53

5 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Ég veit vel hvaða lag þetta er og finnst það bara þónokkuð gott

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 23.3.2007 kl. 01:07

6 identicon

ó Ingvar þetta er lagið sem ég set á fóninn þegar ég er í nostalgíukasti fortíðar minnar ég tengi ótal mynningar við verkið.

 Bryn.

Brynhildur (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:05

7 Smámynd: Guffi Árna

Ég ætla sko að mæta þvílíkt band sem þú ert með og ekki sé nú minnst á fegurðina í bandinu mikið hlakka ég til

Guffi Árna, 23.3.2007 kl. 10:46

8 identicon

Ég komst ekki. Sé þig þó kannski í ammlinu hjá Stebba Stuð á morgun. 

Olga Björt (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:58

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þakka þér fyrir þessar bráðskemmtilegu upplýsingar Flosi - ég vissi ekki að Moore hefði verð í Cutting Crew. Mér finnst sko skemmtilegt að bæta svona í júsless-informeisjón-bankann minn, sem er frægur um sjö sýslur.

Orgel því miður kemst ég ei í ammmlið hans Stebba. Ég var búinn að gjöra önnur plön við sjötta mann og leiðinlegt að svíkja þá. Vona bara að partýið komi í heild sinni á Dubliner, hvar hljómsveitin mín verður að leika fyrir ölvun.

Ingvar Valgeirsson, 23.3.2007 kl. 13:15

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það skilur eftir klístur.

Ingvar Valgeirsson, 23.3.2007 kl. 16:25

11 identicon

Snilldarlag svona eins og "More then a feeling" maður fer í fílíng.

kv Monsi

Monsi (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband