Surprise ammæli, Purple/Heep tónleikar og almennt stuð

Nú, jæja. Helgin var yndisleg. Lá heima á föstudagskvöldið með Eldri-Svepp og við góndum á eitthvað bévítans ofbeldi á skjánum. Það var sko fínt, enda vinna á laugardaginn og þá er gott að vera vel hvíldur og hress.

Rúllaði svo um kvöldið í surprise-afmælisveislu á Amsterdam, hvar haldið var óvænt upp á afmæli Egils trymbils Rafnssonar. Mikið surprise, kom honum gersamlega á óvart, enda átti hann afmæli fyrir tveimur mánuðum síðan. Egill, Bergur Geirs og Ragnar litli Sólberg léku fyrir almennri ógæfu og ég, Pétur og Bibbi skiptumst á með gítar og söng og vorum bara okkuð hressir.

Í gær streymdi ég í stríðum straumum niður í höll upp úr hádegi, hvar Bergur hafði fengið mig til að vinna á Purple/Heep-tónleikunum. Hélt ég myndi missa af tónleikunum vegna vinnu, en svo var alls ekki, þar sem ég hafði aðgang að besta stað í húsinu og hafði bara þó nokkuð gaman að. Vinnan var líka bara fyrir og eftir og svo milli hljómsveita, en ég hef aldrei borið jafn mörg Marshall-box á jafn stuttum tíma. Var að vinna þar með eðalmennum eins og Óla tröllabarni og Hróa hljóðkalli og fleiri skemmtilegum mönnum. Kíkti svo út í sal nokkrum sinnum á Arnljót bróður og litlu strákana hans, en þeir voru allir í svaðalegum Íbísafíling.

Mér fannst Uriah Heep miklu, miklu betur en ég nokkrum sinnum þorði að vona. Röðuðu út slögurunum í klukkutima - sem var allt of stuttur tími - og þrátt fyrir að vera vel við aldur, sem og kíló, rokkuðu þeir feitt. Alveg Gunnar Birgisson-feitt. Alveg afspyrnu næs kallar líka og trymbillinn, sem er nýbyrjaður, er með risatattú af Dýra í Prúðuleikurunum á báðum handleggjum. Svo hangir líka Dýra-brúða á einu symbalstatífinu. Flottur fýr. Reyndar líta þeir svolítið út eins og Spinal Tap, eiginlega svo mikið að ég bjóst allt eins við að trymbillinn myndi springa í loft upp á hverri stundu.

Deep Purple voru langt í frá jafn góðir og síðast. Reyndar voru einhverjir þeirra í flensu og ekki upp á sitt besta og eitthvað vesen með sánd og eitthvað svoleiðis. Áttu svakafína spretti, en hljómuðu svo jafnvel eins og unglingahljómsveit á köflum. Saknaði svolítið Knockin´at your back door, en gaman að þeir skyldu taka Into the Fire. Hefðu að ósekju mátt spila ögn lengur.

Þessar tvær hljómsveitir eru samtals næstum því 600 ára gamlar. Híhíhí. Rótarakerlingin hjá Heep, kona á miðjum aldri, hló ekki þegar ég spurði hana hvort hún hefði verið með þeim frá upphafi.

Annars er Jóhanna Sigurðar í sjónvarpinu að tala um að hún hefði viljað sjá fleiri konur í ráðherrastólum. Hún vill líka fleiri konur í ráð og stjórnir fyrirtækja. Sem þýðir það sama og að hún vilji sjá færri karla í ráðherrastólum, stjórnum og ráðum. Hvaða karla á að setja af til að koma konum að - og þá hvaða konum? Ég hef aldrei heyrt svör við því.

Svo þoli ég alls ekki þegar þeir á Stöð tvö sýn úr síðasta - eða næsta - þætti 24. Ég er ekki ennþá búinn með seríu fimm, svo ég vil alls ekki sjá svo mikið sem sekúndubrot úr lokaþætti seríu 6. Svo eru þeir að auglýsa þáttinn um leitina að strákunum - hefur EINHVER séð hann nokkurntíma sjálfviljugur? Ég er alveg steinfokkinghættur að horfa á "raunveruleika"þætti. Vil ekki sjá þetta helv... Survivor, Idol, X-factor, So you think you think you can dance, Biggest loser og hvað þetta heitir alltsaman. Héðan í frá ætla ég að horfa meira á Nassjónal djíograffí og svoleiðis, enda hákarlar og tígrisdýr skemmtilegt sjónvarpsefni.

Yfir og út - þarf að hætta til að skipta um rás, Oprah er byrjuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Mér þykir það leitt, bróðurómynd, en ég er sammála næstum öllu þessu. Nema þegar þú ferð að tala um pólítik og Jóhönnu Sig sem er langbesti kandídatínn þarna í stjórn. Enda færi ég nú varla að svara hér ef ég væri algjörlega sammála þér, gengur ekki................

arnar valgeirsson, 28.5.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Jóhanna er örugglega ekki slæm, en mér finnst bara þetta "ekki nógu margar konur hér og þar"-bull orðið gersamlega óþolandi. Eins þarf hún svolitið að koma sér úr stjórnarandstöðugírnum og hætta að kvarta svona mikið, hún er við stjórnvölinn núna og því er mun nær að fara og gera eitthvað í hlutunum í stað þess að kvabba og kveina.

En eg vona að hún geri það sem hún segist ætla að gera, það væri svakagaman fyrir marga.

Ingvar Valgeirsson, 28.5.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sauður í krafti kvenna... híhíhíhíhí.

Ingvar Valgeirsson, 28.5.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Jón Kjartan Ingólfsson

Mér fannst Purple miklu betri en Heep - fannst Heep bara lélegir. En fyndnir í spinal tap stíl. Fannst Purple betri en um árið.

Jón Kjartan Ingólfsson, 28.5.2007 kl. 18:36

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

 ég á seríu 5 og 6 af 24, þið getið komið og horft hjá mér

Guðríður Pétursdóttir, 28.5.2007 kl. 23:06

6 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Ingvar minn og takk fyrir kveðjuna þína til mín og stuðninginn.

Mér þótti vænt um að les þetta frá góðum dreng eins og þér.

Ekki ætla ég að reyna að snúa þér í pólitíkinni enda búinn að sjá að þú ert íhaldsnagli.

Uriah Heep eru eins og vín þ.e.a.s. lögin þeirra verða betri eftir því sem árin líða. Láttu mig þekkja það.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 29.5.2007 kl. 00:29

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skv. þessu Ingvar missti ég ekki af miklu. Á bloggsíðunum virðist spurningin frekar hvor hljómsveitin var lélegri en ekki betri???

Ég hætti við að fara þegar ég heyrði að Mick Box væri einn eftir í Heep. Það er bara tú möts að selja hljómsveit þegar þetta er spurning um einn fimmta af mannskapnum, eða hvað finnst þér?

Deep Purple ætlaði ég að geyma í minningunni enda getur Gillan ekki lengur sungið Child in time og því ástæðulaust að spilla næstum því gleymdri gæsahúð úr Höllinni frá 1971 þegar ég sat á rassinum við hliðina á Steina í Eik skólabróður mínum úr Ármúlaskóla. Sá konsert dó á síðasta metra í rafmagnsleysi þegar hámarki var um það bil náð. (Sökk)

Haukur Nikulásson, 29.5.2007 kl. 11:33

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Má þá ekki líka segja að Ian PAice sé einn eftir í Purple - hann er jú sá eini sem verið hefur allan tímann!Box er jú eini upphaflegi meðlimurinn, en bössungurinn (sem lítur út eins og einhver í Spinal Tap) er búinn að vera í sveitinni í yfir 30 ár. Veit ekki með hina, nema hvað að trumbuslagarinn sagði þetta vera sitt þriðja spilerí með sveitinni.

Ingvar Valgeirsson, 29.5.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband