Meira bull

Horfði á fréttir á báðum stöðvum í gær, sem og marga aðra daga. Óttaleg gúrkutíð þegar fyrsta frétt er formannsslagur í Félagi eldri borgara (gamlir hamborgarar). Heilmikil frétt um yrstu ferð ársins út í Drangey og fleira í þeim dúr. Lundapysjur og leiðindi. En ekki orð um Purple/Heep-tónleikana. Fimmþúsund manns á tónleikum og ekki sá ég eða heyrði stakt orð. Í hvorugum fréttatímanum. En fréttir af einhverjum íþróttaleikjum, þar sem miklu færri mæta, þar er í lagi að eyða heilu og hálfu mínútunum af fréttunum til að segja frá að kvennalið fótboltafélagsns Sköflungs frá Borðeyri hafi unnið Baulu frá Bíldudag tvö - eitt. Enda sama bévítans heimtufrekjan alltaf í þessu íþróttahyski (vona að kerla mín, skautakennarinn, lesi þetta ekki).

Hvað um það, í dag er ég heima, allavega einhvern part dags. Það kemur til af því að leikskóli sá, er Litli-Sveppur er á, er lokaður í dag vegna þess em þeir kalla "stafsdag". Þá er batterýinu lokað einn dag svo hið ágæta starfsfólk geti klárað eitt og annað sem þarf að gera þegar krakkarnir eru fjarverandi. Skiljanlegt svosem að það þurfi að gera ýmislegt, en er ekki hægt að gera það t.d. eitt kvöld í mánuði eða taka í þetta einn og einn laugardag? Asnalegt að maður þurfi að taka sér frí í vinnu af og til vegna þess að borgin tími ekki að borga leikskólakennurum smá yfirvinnu. Ég væri persónulega alveg til í að borga eilítið aukreitis til að geta treyst því að ég geti mætt í vinnuna. Vil taka fram að starfsfólkið er hreint yndislegt í alla staði, enda er þetta fyrirkomulag ekki þeim að kenna. Ég er alveg viss um að þau myndu ekki slá hendinni á móti smá yfirvinnu, enda sér maður þau þjóna til borðs, keyra út pizzur og afgreiða á börum þgar þau eru ekki að þerra tár eða hor og reima skó krakkanna.

Eníhjú, annað sjónvarpið mitt, þetta í stofunni sko, var að gefa upp öndina. Seleco - gæðavara, keypt á útsölu fyrir þremur árum síðan. Steindautt núna. Varð að taka sjónvarpið úr barnaherberginu, ögn stærra Sony, sem hefur ekki slegið feilpúst í 10 eða 11 ár. Þar sem Eldri-Sveppur talar nú um brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er kominn með Barnaverndarnefnd á spíd-dæal verð ég að fá mér annað sjónvarp handa kvikindinu - á einhver tiltölulega ódýrt 28" sjónvarp handa mér? Agalegt að hafa dvd-spilara, sörrándkerfi, pleisteisjón og víddjótæki, en ekkert sjónvarp... kannski ég verði að kenna honum að lesa, svo hann geti kíkt í bók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

fær sá hinn sami öndina í staðinn??

Guðríður Pétursdóttir, 30.5.2007 kl. 20:53

2 identicon

Sköflungur er ekki frá Bolungarvík og hefur aldrei og mun aldrei bjóða upp á kvennalið.  Þetta átt þú að vita.

Haukurinn (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband