Halim Al og fleira

Gleymdi svolítið um daginn að röfla yfir einu - plötubúðum klakans. Þær sjúga feitan, allavega þær sem merktar eru Skífunni. Fór fyrir allnokkru og ætlaði að kaupa mér nýju Pörpúl. Afgreiðsludrengurinn spurði í alvörunni hvort þeir væru ennþá starfandi - ca. mánuði fyrir tónleikana. Kom aftur seinna og þá fékk ég þau svör að hún væri ekki í tölvunni - hefði líklega aldrei verið til. Þar sem mér leist ekki alveg á afgreiðsludrenginn kíkti ég við daginn eftir, þar sem ég átti leið framhjá hvort eð er. Þá var mér sagt hún væri búin.
Nú, nokkrum dögum seinna ætlaði ég að kaupa mér Queen Greatest hits, enda er hún skyldueign á hverju heimili. Hún var ekki til í Skífunni, hvorki í Kringlunni né á Laugaveginum. Á Laugaveginum var reyndar enginn diskur til með Queen - ekki einn einasti. Queen Greatest hits er víst mest selda safnplata sem nokkur sveit hefur nokkurntíma gefið út, eitthvað á þriðja tug milljóna seld - en ekki til í Skífunni. Það sem meira er, fékk aftur svarið "ekki í tölvunni". Í framtíðinni læt ég bara Sigga í 2001 panta fyrir mig það sem ég þarf.
Eníhjú - eitthvert tímaritanna hérlendra sá ástæðu til þess að hafa mannræningjann geðþekka Halim Al á forsíðu, skælbrosandi, með tennurnar útataðar í kúskús. Gleymdi að bursta, enda villimaður. Alger óþarfi að hafa óvin lands og þjóðar númer eitt með flennibros framan á glanstímariti. Snúum vörn í sók og förum að kalla hann Halim Al Lecter.
Svo er ég að spila á Dubliner í kvöld. Hress að vanda með nýja T.C. mónítörinn minn. Mætið einhver.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Queen Greatest hits var til í hagkaup, allavega einu sinni

Guðríður Pétursdóttir, 29.5.2007 kl. 18:58

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Keli, ég panta ekki af netinu nema í algerri nauðsyn. Vil styrkja þær sérvöruverslanir sem hér eru, því ég vil hafa þær áfram. Nema sumar, eins og sjá má á greininni.

Ingvar Valgeirsson, 29.5.2007 kl. 19:01

3 Smámynd: arnar valgeirsson

Það er rétt að stundum hefur afgreiðslufólk í plötubúðum ekki vitað meira en um 50 cent og rottweiler.. en kauptu blaðið með halim al. bróðir þinn skrifaði þar síður 64 og 65 og á þarna glæstar myndir.

Mæti ekki á djöf í kveld. drekk ekki á þriðjudögum. þeir eru þurrir..

arnar valgeirsson, 29.5.2007 kl. 21:44

4 identicon

Ha ha ha... computer says no.

María (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:52

5 identicon

Tónspil Neskaupstað...... mæli með búllunni...

syslumadurinn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:16

6 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

ebay.com

eða torrent:)

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 30.5.2007 kl. 11:15

7 identicon

Tek undir þetta hjá þér Ingvar, ég fer oftar en ekki svekktur eða gapandi út úr skífunni. Ég hét því um daginn að versla ekki þarna framar eftir að hafa prufað að panta disk af þeim á netinu. Ég beið og beið, svo fór ég að ýta á eftir þessu og kemur ekki í ljós að þetta var aldrei sett á blað. Ég prófaði svo nokkrum dögum seinna að fara í Skífuna á Laugarvegi og þá fékk ég þau svör að þau ættu ekki nýju plötu Placebo, ég spurði ekki meira og labbaði út. Síðan er ég búinn að panta allavega eina plötu af netinu....

Maggi r (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:54

8 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

Alcan Inc. hefur borist yfirtökutilboð frá Tyrkneska álrisanum; Ha-Lim Al Group, sem er dótturfyrirtæki; Al-innlima-Ha, sem tröllriðið hefur Íranska álbransanum í fjöldamörg ár.

Kjartan Valdemarsson, 30.5.2007 kl. 23:31

9 identicon

Kúskús......híhí 

Olga Björt (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband