Hannibal rís - þú átt það alltaf skilið

Komið að meiri bíórýni. Sá í vikunni hina hressu bíómynd Hannibal Rising. Fjallar hún um mannætuna geðþekku Hannibal Lecter og æsku hans og uppeldi. Er óhætt að segja að þessi feykivinsæli fjöldamorðingi eigi sér fjölda aðdáenda hér sem erlendis og því næg ástæða til að koma með eina myndina enn. Þó þær hafi þynnst frá því Anthony Hopkins tók fyrst að sér hlutverkið ber þó að fagna hverri mynd. Thomas Harris, höfundur bókanna um Hannibal, skrifar handritið sjálfur upp úr spánýrri bók sinni um kappann og er það í fyrsta sinn sem hann gerir slíkt. Skilst mér einnig að myndin sé mun líkari bókinni en hinar myndirnar fjórar.

Eníhjú, myndin drepur engan svosem, þó svo hún sé órafjarri Silence of the Lambs að gæðum. Leikarar eru flestir ljómandi, Rhys Ifans er æðislegur sem einn vondu mannanna og Kevin McKidd, sem einhverjir þekkja úr Dog Soldiers og Trainspottig, er fínn líka. Eiginlega má segja að Akkilesarhæll leikarahópsins sé Hannibal sjálfur, Gaspard Ulliel. Held reynar að það sé meira en að segja það fyrir rétt liðlega tvítugan Frakka að feta í fótspor Hopkins.

Mér fannst myndin eiginlega drullufín, svona sem slík. Hannibal er orðinn stórveldi og á leið með að verða einskonar ofurhetja ef fleiri myndir og bækur verða skrifaðar og gerðar um æskuár þessa viðkunnanlega raðmorðingja. Væri þó til í að sjá og lesa einhverskonar "closure"... eða ekki. Mér hefur þó fundist að karakter Hannibals breytist talsvert gegnum tíðina. Í SotL kemur fram að hann hafði misþyrmt saklausri hjúkku og étið úr henni tunguna og fórnarlömb hans virtust sum hver ekkert hafa til saka unnið, en í Hannibal hafði hann mildast og myrti nær eingöngu ókurteist og ógeðfellt pakk, ellegar glæpóna sem ætluðu að fóðra svín með honum. Í Hannibal Rising, sem gerist jú að vísu á unglingsárum hans, er ekki fræðilegur séns að nokkur eðlilega þenkjandi maður vorkenni nokkru fórnarlambi hans nokkurn skapaðan hlut. Langa vegu frá þeim Hannibal, sem í bókinni Red Dragon reyndi að fá Tannálfinn til að myrða fullkomlega saklausa fjölskyldu lögreglumanns í hefndarskyni.

eníhjú, tvær og hálf stjarna og ekki orð um það meir, af því að sonur minn þarf að komast í tölvuna núna, Lifið Heil Hitler.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ekki vegna þess að sonur þinn þurfi að komast í tölvuna. heldur vegna þess að þú varst á dvd og cd markaði í laugardaxhöll og þarft að horfa á fjórtán myndir fyrir sunnudagskveldið....og góða skemmtun.

arnar valgeirsson, 21.7.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, stóri bro alltaf að nudda í þér! En já, var eitthvað keypðt líka til að hlusta á?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.7.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, keypti Best-of-plötu með Rikshaw á 200-kall og War of the Worlds e. Jeff Wayne í styttri útgáfu. Á hina útgáfuna og langaði voða mikið í þessa, allt aðrar útgáfur af lögunum og svakastuð. Svo fann ég og keypti Queen Greatest Hits, en Skífan hefur ekki átt hana til síðan í nóvember. Ber að taka fram að þetta er mest selda Best-of-plata sem nokkur hljómsveit hefur gefið út, en Skífan á hana samt ekki.

Ingvar Valgeirsson, 22.7.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þessi fyrisögn er væntanlega einhver versti brandari sem ég hef nokkurntíman augum litið.

Til hamingvar. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.7.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: arnar valgeirsson

mér fannst reyndar þessi fyrirsögn snilld. huxa að helga eigi það alveg skilið svona þegar eitthvað rís á þínu heimili ingvar litli...

arnar valgeirsson, 22.7.2007 kl. 18:04

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Minnir mig á klæðskiptinganammið 'Lindu rís buff'...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.7.2007 kl. 18:13

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einar - ég hef séð standöpp hjá Ómari Ragnars. Miðað við það er þessi fyrirsögn ógeðslega fyndin.

Ingvar Valgeirsson, 22.7.2007 kl. 18:20

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já. Ég sé reyndar ekkert slæmt við vondan húmor.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.7.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband