Gleði gleði gleði

Er að spila á Celtic Cross í kvöld ásamt Binnanum mínum. Hann er hress. Verðum þar aftur annað kvöld, strax og ég hef lokið að spila dinnertónlist fyrir hungraða erlenda ferðamenn á Kaffi Reykjavík. Langt síðan ég hef spilað dinner, lengra síðan ég hef spilað á Kaffi Reykjavík.

Svo vil ég lýsa yfir ánægju minni með að Eyjagöng skuli vera komin af borðinu - feykilegt fjárhagslegt glapræði að eyða að algeru lágmarki 10 millum á hvern íbúa Eyja í göng. Vil taka fram að ég elska Eyjar, einn fallegasti staður landsins... eða þannig, er náttúrulega ekki beint á landinu... og þar býr mikið af góðu fólki. Líka eitthvað af hálfvitum, eins og sá sem kýldi mig í smettið hér um árið. Áfram Eyjamenn - afturábak jarðgöng!

Svo finnst mér eitt svolítið skrýtið - kallinn þarna fyrir vestan, sem skaut á konuna sína og hitti ekki, fékk dóm fyrir tilraun til manndráps. Væntanlega hefði hann fengið harðari dóm ef hann hefði hitt kerlu, sem blessunarlega gerðist ekki. Hann er semsagt dæmdur til styttri fangavistar af því hann hitti ekki - en er ekki glæpurinn sá sami, bara verr heppnaður? Fá menn afslátt af dómnum fyrir að vera klaufar? Ætti hann ekki að sitja inni jafnlengi og ef hann hefði hitt, þó ekki væri nema til vernda konuna, sem hefur væntanlega áhyggjur af því að karlinn reyni aftur þegar hann sleppur út eftir fáein misseri...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

í fyrsta lagi held ég að maðurinn sé á bömmer og fái sosum alveg nógu langan dóm. í öðru lagi skaltu vanda þig í kvöld því tónlistarumfjöllun um frammistöðu þína verður að öllum líkindum á netinu á morgun. nema ölið fari eitthvað illa í krítikker. og hann komist ekki...

arnar valgeirsson, 27.7.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mikið rosalega ertu undir mikilli pressu frá stóra bro, daginn út og daginn inn, á nú sjálfur 5 eldri, en hef nú aldrei kynnst öðru eins hahaha!

En þetta er góð pæling hjá þér með þetta mál fyrir vestan. Í fótboltanum sem ég og Arnar höfum dálæti á, er meira að segja farið að dæma meir á "Einlæga brotaviljan" misheppnaðar tæklingar til dæmis teknar oftar núorðið fastari tökum!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2007 kl. 00:19

3 identicon

Sæll Ingvar minn.

Ertu að spila um jólahátíðarnar á Döbbaranum?

Ég spyr bara vegna þess að ég Sif og börn (þau koma ekki með á Döbbarann) erum á leiðinni á klakann um jólinn. Best að hafa laus sæti  sem fyrst.

Það er held ég meira vit í að grafa göng til Grænlands heldur en til Vestmannaeyjar.

Og með dóminn hef ég ekkert að segja þar sem ég hef ekki fylgst náið með því. Hef nóg með þetta að hugsa um.

http://www.cbc.ca/news/background/economy/loonie.html 

Sigurjón (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 21:38

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Sigurleðjan mín, ég verð vissulega eitthvað að vinna fyrir hamborgarhryggnum og jólagjöfunum á Dub um jólin, þó ekki síðustu dagana fyrir jól - þá er nóg um að vera í búð Tóna.

Af hverji tekurðu ekki börnin með á Döbb - sumir túristarnir gera það, þ.e.a.s. ef dagur er ei að kveldi kominn. Svoleiðis tíðkast víst erlendis, enda eru essir útlendingar stórfurðulegir.

Ingvar Valgeirsson, 29.7.2007 kl. 14:49

5 identicon

Mér finnst það nú bara ekki svo vitlaust að börnin sjái allan óbjóðinn fyrst í fylgd með fullorðnum........Það er ef foreldrarnir eru ekki sjálfir of fullir til að benda á hvernig á að vera og hvernig á ekki að vera.

Foreldra mína hef ég aldrei séð fulla né farið með þeim á djamm svo ég vissi ekki fyrr en eftir margar misheppnaðar ölvanir að áfengi er ekki fyrir Bryn.

Brynhildur (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband