Getraun schmetraun og röfl

Ein ágætis bíógetraun, en fyrst eitt eilítið röfl...

Æði margir bloggarar, ekki síst hér á Moggablogginu, fóru að mínu mati fullmikinn í gær. Sem betur fer hefur mbl.is eytt hlekkjum af sumum fréttunum yfir á misgáfuleg og misógeðfelld blogg sumra, sem virðast halda að jafn átakanlegir atburðir gerist til þess eins að þeir geti bætt við fréttahlekkjum á bloggið sitt og fengið fleiri heimsókir til þess að komast ofar á vinsældarlistann, og það með æði ógeðfelldum eða ósmekklegum athugasemdum. Hef oft séð smekkleysi í bloggheimum en í gær tók steininn úr.
Taki það til sín sem eiga.

Nóg af því og yfir í bíógetraun. Of langt síðan síðast.

Spurt er um leikara, sem er hreint ekki alveg splunkunýr af nálinni. Reyndar næstum jafngamall og pabbi minn, sem er svo gamall að það er gart á olnboganum á sundfötunum hans.

Leikarinn, sem spurt er um, hefur leikið á móti þeim ágætisfeðgum Donald og Kiefer Sutherland.

Hann hefur leikið forseta Bandaríkjanna, bæði raunverulegan og svo ímyndaðan. Skemmtilegt, því pabbi leikarans var einmitt bílstjóri ákveðins stjórnmálamanns í BNA sem seinna varð forseti.

Hann hefur oftar en einu sinni leikið í myndum eða þáttum sem fjalla um tímaflakk. Hann lék þó ekki í útvarpsþáttunum Tímaflakk. Það voru Eyvi, Þórhallur og Töfri Bjarnamaður.

Hann hefur leikið einn frægasta glæpaforingja sögunnar.

Hann lék eitt sinn í frægri mynd um tannlækni.

Hver er kallinn?

Verðlaun eru pakki af nýlega útrunnu After Eight. Ekki er sent heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morðingjaútvarpið

Ég náði þessu, en ég notaði internetið að þessu sinni

Því mun ég halda kökugatinu lokuðu og leyfa öðrum að reyna.

-Haukur 

Morðingjaútvarpið, 30.7.2007 kl. 17:55

2 identicon

Eridda nokkuð Christopher Lloyd?

Brynhildur (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 18:50

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú ert greinilega heiðarleikinn uppmálaður, Haukur. Því skal ég bjóða þér upp á After Eight einhverntíma.

Brynhula, ekki rétt. Ekki Christopher Lloyd. Hann er samt frábær.

Ingvar Valgeirsson, 30.7.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: arnar valgeirsson

gisk í loft. jack nicholson....

allavega glæpon og tannlæknir og örugglega forseti en kannski ekki tímaflakkari.

og ekki tala illa um sundfatnað föður þíns. það á ekki að henda þvi sem er heilt... eða næstum því heilt.

arnar valgeirsson, 30.7.2007 kl. 22:59

5 identicon

Daníel Dei Ljúvis?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ingvar!

Þetta eru réttir punktar hjá þér um lætin í gær! Sjálfur setti ég orð á blað en fór varlega í sakirnar og þegar svo málið skýrðist, voru það bara dapurlegar línur í ljóðrænum stíl sem duttu niður í gegnum lyklaborðið!

En nóg um það!

Hérna ertu í góðum gír, en það sem truflar mig, er spurningin um það hvort viðkomandi sé enn ofar moldu? Þetta "Gamalmennistal" sé til að rímisrugla!?

Wiliam Shatner? varla! Gregory Peck lék íklegast frægasta tannlækni sögunnar Mengele, í Drengjunum frá Brasilíu, en hann er dauður og Robert Mitchum líka, sem lék allavega einu sinni minnir mig forsetann! Get bara ekki munað eftir mynd sem mér finnst ég eiga að muna eftir með feðgunum og er þá kannski líka að rugla þeim saman við aðra feðga!? Og þetta bílstjórakjaftæði leiðir mig í enn eina átt...

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2007 kl. 23:42

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Góður punktur með blogg sunnudagsins. Ég varð success overnight og trjóni núna í #36a sæti. Var samt kurteis og skynsamur.  Merkilegt að það þurfi samt morð til þess að fólk lesi mig á meðan vissir einstaklingar (ekki þú) geta slefað á lyklaborðið og verið á top 10 svo vikum skiptir.  Hlýtur að hafa eitthvað með rautt hár að gera.

Mér er skítsama um þennan leikara svo ég ætla að skjóta á Horst Tappert. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.7.2007 kl. 08:31

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þið eruð allir úti að skíta.

Ingvar Valgeirsson, 31.7.2007 kl. 09:19

9 identicon

Sæll Ingvar minn mig langar að bæta svolitlu við sem ég setti sem comment inn á síðu nokkra á þessum vef og varðar það blogg skrif.

Eftir að hafa skoðað nokkrar blogg síður og svo nokkrar "copy, paste af fréttavefum", eins og sumir gera sem misskilja tilgang bloggsins, fann ég mig knúinn til að segja eitthvað.

Þegar fólk bloggar er það oft í skjóli tölvunnar sinnar og jafnvel í nafnleynd og þá getur það sagt nánast hvað sem er og því finnst sjálfsagt að upphrópa  fólk og kalla það ýmsum illum nöfnum sem það mundi annars ekki gera ef það stæði fyrir framan viðkomandi. Því finnst mér fólk sem bloggar þurfa að gæta þess að segja ekkert um neinn sem það mundi ekki vilja að væri sagt um það sjálft.

Þegar fólk gagnrýnir eitthvað eða einhvern í bloggi, finnst mér mjög mikilvægt að það sé rökstutt og ekki bara til þess að særa einhvern eða eitthvað. Ég hef oft lent í því að vera kallaður einhverjum ónotalegum nöfnum á netinu og það er særandi og maður spyr sig "afhverju er þessum einstakling svona hatdræmt til mín?" oft er þetta öfund, innbyrgð reiði, misjafn smekkur manna, þörf til þess að mikla sjálfan sig gagnvart öðrum og fá viðurkenningu fyrir að segja eitthvað sem maður heldur að aðrir vilji heyra og eflaust margar aðrara ástæður. En þegar öllu er á botninn hvolft þá berum við ábyrgð á því sem við segjum.

Ég hef fylgst með því að oft á síðum eins og www.youtube.com þar er commenta kerfi og fólk virðist óspart nota þessi commenta kerfi til þess að kalla einhverja, sem hafa verið að búa til einhver myndbönd, öllum illum nöfnum og að viðkomandi eigi að deyja hægum dauðdaga fyrir að búa til vont myndband....... ég spyr HVAÐ ER AÐ? Ef manni líkar ekki við eitthvað er ekki nauðsynlegt að hrauna yfir fólk með dónaskap. Og ef maður er virkilega knúinn til að segja eitthvað að koma þá með rökstudda gagnrýni eins og "Bjarni töframaður mér finnst stafsetningin hjá þér vera frekar léleg og hún bendir til þess að þú sért að nota lélegt macintosh lyklaborð" frekar en "ROFL Þvílíkur looser deyðu kannt ekki að stafa STFU!!!!"

Ég veit að við leysum ekki öll heimsins vandamál með því að blogga en kannski les einhver það sem við skrifum og tekur jafnvel mark á því og fer eftir því, höfum þá það sem við skrifum jákvætt og uppbyggilegt.

Takk fyrir.

Kveðj Bjarni Töframaður.

PS ég giska á Michael Douglas og vona að það sé rangt því ég er með óþol fyrir útrunnu "réttuppúrátta"

Bjarni Töframaður (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 10:00

10 identicon

Steve Martin.

Bjarni: Þú veist að við elskum þig. Samt ertu auðvitað l00ser, og átt skilið að verða étinn lifandi af hundaóðum greifingjum. Og horfa á Idol á meðan.

Skítiðíykkur!

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 12:02

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Eyvi. Bjarni. Er ekki 'Loser' með einu o?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.7.2007 kl. 13:31

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Fyrir utan samband D. Beckham við Manuelu Loos. Þá var hann Loos-er... :-D

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.7.2007 kl. 13:32

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Á sama hátt og Bill Clinton er Hillarius...

Vil taka fram að sjálfur hef ég sagt helling af ljotum hlutum um fólk í netheimum. Upp á síðkastið hef ég reynt að passa mig meira, þó svo ég hafi ekki endilega tiplað á tánum og stundum farið fullmikinn.

En það er svolítið sárt að sjá samsæriskenningar, spegúlasjónir og allskyns rugl og vitleysu skrifað um hræðilega atburði á borð við þann sem um ræðir.

Annars er enginn kominn með leikarann. Allir með skít í buxum.

Ingvar Valgeirsson, 31.7.2007 kl. 13:45

14 identicon

(c:þ kannski ágæt að láta atvinnumennina bara um grínið. 

Bjarni Töframaður (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband