Auglýsingar

"Vissir þú að verðlag á nautakjöti er 388 prósent dýrara en..." og þá heyrði ég ekkert meir, sá bara svart og svimaði meir en nokkurntíma áður.

Er íslenskt mál á leiðinni til heitasta helvítis á fyrsta farrými?

Eins og sagt var um árið - dagar Íslenskukunnáttunar eru talnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá... Þetta er næstum því jafn slæmt og Dressman auglýsingin sem auglýsti tilboð á buxum og sagði svo: „Eitt stykki [verð], tvö stykki [verð].“ Þessi auglýsing gekk í hverjum einasta auglýsingatíma á tímabili og varð til þess að blóðþrýstingurinn hækkaði mjög svo hjá mér um hríð.

Látum vera að gera stöku villu í máli sínu, en þeir sem vinna við að gera auglýsingar verða nú að vita allavega eitthvað pínulítið um málnotkun. Eða er farið að ráða erlent vinnuafl í textagerð líka?

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:11

2 identicon

Rómur kenndur við almanna er hraðlega að tapa sér á íslensku.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 14:15

3 identicon

pólska já takk

rabbabararúna (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 14:55

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

kenndur rómur tapar sér í almanna íslensku... hraðlega

Guðríður Pétursdóttir, 24.10.2007 kl. 15:18

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

He, he, þetta er snilldarauglýsing fyrir utan málfarið. Byrjunin á að höfða til kótilettukallanna á Íslandi. Þeim er sama um málfar en vilja.... BORÐA og SPILA GOLF. Má ég þá frekar biðja um bjór og slappa af.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 24.10.2007 kl. 15:33

6 identicon

Ég er algjörlega þjáningarsystir þín þarna, ég hata þessa auglýsingu........verðlag dýrara???? hvaða helv....... og þetta er ekki ungur maður sem þarna talar.......við erum ekki að tala um óharnað unglingsgrei heldur aldraðan ótalandi íslending!!! Það er eitthvað mikið bogið við þetta óritskoðaða drasl sem varpað er á okkur varnarlausu sófakartöflurnar......sussubía og sveiattan.

Brynhildur (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:59

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, svona fer þegar vitblint fólk reynir að skreyta mál sitt umfram getu.

Ingvar Valgeirsson, 24.10.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband