Helv... hann Hannes

Nesi í Bar 8 tók getraunina í nefið áður en blekið náði að þorna á skjánum. Spurt var um Molly Ringwald. Hannes hefur unnið sér inn frímiða á Dubliner annað kvöld, hvar ég leik fyrir leiðindum.

Þá verð ég að henda fram annari getraun. Spyr um karakter að þessu sinni.

Karakterinn hefur komið fyrir í umtalsverður fjölda bóka og bíómynda. Fjöldi leikara hefur túlkað hann, en hingað til hefur aðeins einn leikari leikið hann oftar en einu sinni. Það breytist bráðlega.

Karakterinn er í Bandaríkjamaður, þó að í einni myndinni hafi hann verið annarrar þjóðar.

Hver er hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ekki fékk ég neinn frímiða ha...

En það er allt í lagi, ég er ennþá að safna skeljunum saman sem ég vann síðast

Guðríður Pétursdóttir, 2.4.2008 kl. 21:40

2 identicon

ég skít á Batman

tjokkó (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 23:09

3 identicon

Súperman?

Olga Stelpa (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 23:31

4 identicon

þetta er örugglega Tarzan

tjokkó (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:36

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Guðríður, þú ert hér með komin á gestalista í kvöld ásamt Hannesi. Það er reyndar frítt inn eins og alltaf, en...

Allir úti að skíta, Batman, öllu heldur Bruce Wayne, er held ég alltaf Kani, Súperman er geimvera og Tarzan, öllu heldur Greystoke lávarður, er alltaf Breti að ég held.

Ef ekkert gerist verða nánari upplýsingar seinna í dag.

Ingvar Valgeirsson, 3.4.2008 kl. 10:04

6 identicon

Er þetta ekki besti vinur James Bonds, hann Felix Leiter?

Jósi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:31

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Lallari - Jósi. Auðvitað.

Ingvar Valgeirsson, 3.4.2008 kl. 12:29

8 Smámynd: Tryggvi Hübner

Zglwhÿte B. Schtoonk ?

Tryggvi Hübner, 7.4.2008 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband