Hagfræði

Eftir að Ásbjörn Kristinsson hagfræðingur fór fram á að fá laun sín í Evrum finnst mér þetta alveg nógu fyndið.

Einhver partur af mér, líklega þessi kvikindislegi, vonast pínulítið til þess að launakröfur Bubba gangi í gegn og Evran hrynji örskömmu síðar - eða ekki.

Sjálfur er ég mjög sáttur við að fá greitt í krónum. Eða bara fá greitt án þess að þurfa að hringja milljón sinnum í menn, eltast við þá út um allan bæ og vera með almenn leiðindi. Suður-afrískir Krúgerandar eru allavega ekki inni í myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Yep.

Bubbi er Quislingur.

Fari hann í neðra. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.4.2008 kl. 13:05

2 identicon

Mikið er ég sammála þessu vinur, áður en maður veit af fær maður launin sín í Pólskum Zloty...sem væri nú sennilega bara endurunnin íslensk króna...

Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:32

3 identicon

Í Dönskum krónum,,,,,,,,, og lífið er bjartara!!!!!!!!

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Spurning um að leggja tungumálið niður líka. Það hefur nú skaðað marga að tala þetta fáránlega mál, sem enginn skilur nema 300,000 manns á skeri norður í ballarhafi.

Sumir hafa talað um að svona tal um ESB og Evru sé fullnálægt föðurlandssvikum.

Ingvar Valgeirsson, 22.4.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Gulli litli

Út með krónuna og Bubba en höldum í ylhýra!

Gulli litli, 22.4.2008 kl. 15:48

6 identicon

Ingvar! Það eru föðurlandssvik að tala um inngöngu Íslands í ESB!!

Hins vegar hef ég alltaf verið spenntur fyrir því að Ísland tæki upp kínverska Yuanið.

HK

Hans (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:50

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hélt að þetta héti Remimbi, Hans. Gjaldmiðill alþýðunnar. Ég á svoleiðis. Þú gafst mér það.

Ingvar Valgeirsson, 23.4.2008 kl. 15:07

8 identicon

gjaldmiðillinn heitir Yuan, mynteiningin Ren Min Bi sem eins og réttilega bendir á þýðir gjaldmiðill alþýðunnar.

Hans (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband