Vísbendingar

Enginn með rétt í Bond-getrauninni ennþá (er kannski enginn þarna úti?), svo hér er weesbendingasúpa:

Leikarinn, sem spurt er um, á systur sem er leikkona.

Hann hefur leikið í Bond-mynd. Hann hefur líka leikið í mynd með Brad Pitt. Pitt kom betur út þar útlitslega séð.

Hann hefur leikið bæði geðsjúka morðingja og löggur, kúreka og geimverubana.

Hver er?

Annars er ég hress, þrátt fyrir að hafa verið andvaka (betra en að vera andvana) í alla nótt að horfa á Gary Numan-tónleika og Blade:Trinity. Mér fannst hún alltaf síst af þeim þremur, eins og sagt var hér um árið.

Svo er best að enda færsluna á að hrósa hóp, sem ég hrósa sjaldan. Það eru Vinstri-grænir sem fá hrós dagsins og er það tvíþætt. Annars vegar fyrir skemmtilega þýðingu á "Make love, not war", en þeir standa einmitt fyrir tónleikunum "Komdu í sleik, ekki stríðsleik". Alveg nógu fyndið.

Ekki nóg með það, heldur ætla ég að vitna í Guðfríði Lilju, sem er óneitanlega Vinstri-græn fyrir allan peninginn. Hún sagði víst nýverið og það orðrétt að mér skilst:

„Ég þekki það af eigin raun frá Brussel að Evrópusambandið er skrifræðisbákn sem er keyrt áfram af ólýðræðislegu embættismannakerfi“.

Ja, fátt er svo með öllu illt að ei boði og svo framvegis, eins og Vilhjálmur söng hér um árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Tja... kannski að VG sé ekki alls varnað.

Núna er það bara að fara að vera málefnalegir líka...

...yeah right!

Ég skít á að leikarinn sé Running Bear O'Reilly Svenson... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.5.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei - ekki heldur Lars Paddy Sitting-Bull. Hinsvegar drekkur maðurinn eldvatn. Kannski Guinness og Tuborg líka.

Ingvar Valgeirsson, 21.5.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: arnar valgeirsson

lilja er einfaldlega snillingur. þannig er það nú bara.

en votta þér einnig mína samúð vegna fráfalls hins sykursjúka trymbils. en ef hann hefði ekki verið með sykursýki þá væri peart kannski bara að kenna ungmennum á ásláttarhorn með einhverri lúðrasveit.

eins dauði er sko annars brauð. og vín. og einbýlishús og milljón dollarar og rollsar og hummerar....

arnar valgeirsson, 21.5.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Neibbs, ekki Eric Roberts.

Arnar, þakka þér og samhryggist sömuleiðis.

Ingvar Valgeirsson, 21.5.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Guðfríður Lilja er gersemi já og ættu VG liðar að hafa vit á að gera hana að eftirmanni STeingríms! Var auðvitað eins og margur strákurinn skotin í henni í gamla daga, en það var áður en.. já, áður en, en við sleppum því!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband