John Rutsey allur

Var að frétta að trommuleikarinn John Rutsey væri látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu þann ellefta þessa mánaðar, en hann hafði lengi þjáðst af sykursýki og ýmsum öðrum kvillum. Veikindi hans einmitt enduðu tónlistarferil hans þegar ég var ekki orðinn fullra þriggja ára, en hann lék aðeins inn á eina LP-plötu og eina tveggja laga plötu, sem er með öllu ófáanleg. Stóra plata hinsvegar hratt af stað atburðarrás sem hefur auðgað líf mitt og annara og er sú plata tíður gestur á fóninum hjá mér og kann ég hana sirkabát út og inn.

Rutsey var stofnmeðlimur kanadíska tríósins Rush, sem er heldur betur í uppáhaldi hjá undirrituðum, eins og einhverjir kannski vita.

Hann náði því þó á stuttum ferli að Kiss hitaði upp fyrir hann og þessi eina plata sem hann spilaði inn á selst enn þann dag í dag og hefur selst í meira en milljón eintökum.

Eníhjú, platan - þessi eina - kom út eftir mikið vesen við upptökur og deilur við útgáfufyrirtæki. Rutsey hafði samið flesta textana, en var óánægður með þá svo nýir voru samdir í flýti meðan á upptökum stóð. Þegar loks platan kom út hafði hljómsveitin sagt plötufyrirtækinu að fara í rassgat og sveitin gaf út sjálf. Til að spara fé fengu þeir einhvern kunningja til að prenta plötuumslögin og vildi ekki betur til en svo að titillinn, RUSH, sem átti að vera í fagurrauðu, varð ákaflega ósmekklega inninkuntubleikur.

Eftir það fóru þó hlutirnir að ganga betur, platan fékk útvarpsspilun og bandið fór á flakk, bæði hitaði Kiss upp fyrir þá og svo þeir fyrir Kiss - valt á staðsetningu. Þá var Rutsey orðinn lasinn og varð að segja skilið við sveitina.

Eftir það réðu þeir Cornelius Peart og sér hann enn bæði um trommuslátt og textagerð. Þó Rutsey hafi ekki verið jafnflinkur trymbill og að öllum líkindum ekki jafngóður textasmiður þá hratt hann bandinu af stað og lék með þeim í allnokkur ár áður en þeir slógu í gegn og því hefði sveitin aldrei orðið til án hans.

Þá hefði sándtrakkið við líf mitt hljómað talsvert öðruvísi. Líklega verr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð sé minning John Rutsey.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Gulli litli

Fródlegt....

Gulli litli, 22.5.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

*Samhrygg*

Vona bara að Peart, Lee og Lifeson fari ekkert að fara á næstunni. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.5.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það vona ég líka - en þeir voru hressir þegar ég sá þá síðast. Vonast til að sjá þá aftur.

Ingvar Valgeirsson, 22.5.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband