Dévaff

Skemmtileg gagnrýni um Whitesnake-tónleikana í DV. Tónleikarnir fá ágætiseinkunn, nær fullt hús stiga, en sá sem greinina skrifar virðist ekki vera mesti Whitesnake-fræðingur Klakans.

"Af fyrstu fjórum eða fimm lögunum var það bara þriðja lagið, The Deeper The Love, sem allir þekktu" segir hann og einnig að Whitesnake "veðjuðu á að þeim tækist að heilla fólk með nýjum lögum".

Af fystu fimm lögunum voru tvö, fyrsta og fimmta lagið, af nýju pötunni. Hann greinilega þekkti ekki annað lagið, Fool for your Loving, enda hafa Whitesnake bara tvisvar gefið það út, bæði var það byrjunarlag á Ready an´Willing 1980 og svo níu árum seinna kom það út í nýrri útgáfu á Slip of The Tongue - báðar útgáfurnar voru gefnar út á smáskífum og náðu inn á vinsældarlista, sú seinni náði öðru sætinu á Billboard og telst lagið víst mest selda smáskífulag sveitarinnar á eftir Here I Go Again, sem sveitin hefur einnig sent frá sér í tveimur útgáfum.

Fyrir utan þetta hef ég ekkert að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flóknara getur það ekki verið Ingvar,já og ekkert meira um það að segja.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

now we know

Guðríður Pétursdóttir, 13.6.2008 kl. 17:10

3 identicon

Hæ og takk fyrir síðast endalaustu krúttnúðlusmáeðlufjölskylda. Rosalega var gaman að halda á og knúsa yngsta svepp.....svona loksins þegar ég kom auga á hann með stjörnukíkinum.

Olga orgel og litla "skemmtari" :) (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér enn svona dj... vitleysa!!!

Þráinn Árni Baldvinsson, 14.6.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, reyndar fara nauðgarar og morðingjar og stöku tryggingasölumaður meira í taugarnar á mér, en ég skil hvað þú meinar.

Ingvar Valgeirsson, 14.6.2008 kl. 13:53

6 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Hljómar eins og þú hefðir verið betur í stakk búinn til að skrifa þessa rýni. :)

Róbert Þórhallsson, 15.6.2008 kl. 13:25

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eflaust - og svo örugglega margir betri en ég, t.d. Kiddi Rokk og Þráinn hér að ofan.

Ingvar Valgeirsson, 15.6.2008 kl. 15:50

8 identicon

Svo vill þessi fjölmiðill að maður taki hann alvarlega.  Þekki sjálfur til mikilla staðreyndarvillna hjá þeim...hihihihi.  Er ekki gott ráð að loka því sem ekki virkar sbr í fyrirtækjarekstri.  Hvað er verið að keppast við að halda þessum snepli úti?  Það er svona álíka jafn gáfulegt og að selja sandpappír sem skeinipappír.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband