Fyrirtaks dansleikur

Sé stuð. Skellti mér á tónleika í gær með þessari gömlu uppáhaldshljómsveit, enda lítið annað að gera á þriðjudagskvöldi. Kom við hjá Óla Hólm hvar 80% Dúndurfréttameðlima voru samankomnir og svo var haldið til Hallar. Sign voru að spila þegar við komum á staðinn, en sökum þess hve mörgum þurfti að heilsa og spjalla við komumst við ekki inn fyrr en sú frábæra sveit hafði lokið leik. Fyrirgefiði, strákar.

Eníhjú, Coverdale og félagar voru í stuði, byrjuðu á laginu Best Years of my Life af nýju plötunni og svo kom hver slagarinn á fætur öðrum og gladdi mig að þeir voru ófeimnir við að taka nýtt efni, en ekki bara að sulla í gömlu smellunum. Svo skemmdi ekki fyrir að hitta báða söngvara Whitesnake-koverbandsins, sem lék á Gauknum fyrir rúmum áratug, þá Stebba Hilmars og Vilhjálm Goða, sem báðir voru hressir. Síðast þegar ég fór á tónleika í Höllinni (gömlu, Dylan var í nýju) var einmitt Stebbi á sviðinu og þá voru fleiri en í gær.

Nú, þó svo Coverdale sé ögn við aldur og ekki alltaf fullkomlega á tóninum var hann hress og vantaði ekkert upp á kraftinn, bæði í rödd og sviðsframkomu. Bandið er þrælgott og báðir gítaristarnir, Reb Beach (sem var í Winger hér í denn) og Doug Aldrich, sem lék með Dio og fleirum, eru fantafínir rokkhundar sem fara hraðar yfir hálsinn en flestir. Hafði ég sumsé gaman af og nett missti mig í lokin þegar þeir tóku Burn, með smá Stormbringer inní. Hefði ég haft sítt hár ennþá hefði ég sveiflað því.

Nú, svo endaði kvöldið í óreglu og ég og fleiri enduðum í partýi með bassaleikara Whitesnake, sem var örugglega ekki mjög gamall þegar bandið var stofnað. Hann er örugglega ekki hress núna, enda átti hann að fara í flug klukkan hálfsex í morgun og var ekkert á leiðinni heim þegar ég yfirgaf svæðið um þrjúleytið.

Lag dagsins er öll nýja platan með Whitesnake. Kaupið hana bara, hún er svolítið ódýrari í 2001 en í Skífunni.


mbl.is Stemmning á tónleikum Whitesnake
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég skemmti mér vel þrátt fyrir sándklúður og þó Coverdale hafi ekki verið í toppformi er hann alltaf flottur. Gott band hjá kallinum núna og "Good to be bad" er fín skífa. Það er ekki ónýtt að vera á balli með Whitesnake

Kristján Kristjánsson, 11.6.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: arnar valgeirsson

já, lítið annað að gera á þriðjudagskvöldi.

missti samt af spooks, en fokkit.

bæði kátur og ekki með þetta, en alltaf gaman sosum á tjónlikkum. atli var að fíla sig og jökull græddi gítarnögl svo þetta var kúl.

arnar valgeirsson, 12.6.2008 kl. 00:15

3 identicon

saðalega flottir tónleikar, þó svo að söngvarinn hafi verið strekktur í framan, úff varð hrædd.

en ég dansaði, hvar varst þú ingvar, hélt þú ætlaðir að dansa við mig?

adjós

rabbabararúna (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, þú virðist hafa verið á öðrum konsert en Ásgeir Örn Thoroddsen gagnrýnandi Morgunblaðsins sem virðist draugfúll.

Er það rétt að hörðustu aðdáendurnir láti sig einu gilda hvernig frammistaðan er svo lengi sem þeir þekki eitthvað af lögunum?

En það þarf svo sem ekki fullkominn flutning til að hafa gaman af konsert heldur góðan fílíng og grúv.

Haukur Nikulásson, 12.6.2008 kl. 15:55

5 Smámynd: arnar valgeirsson

það var reyndar hann arnar eggert sem var svona hundfúll enda nýbúinn að æla yfir nýju plötuna...

henry birgir, hinn yfirlýsingaglaði íþróttafréttamaður hjá fréttablaðinu gaf nú samt fimm stjörnur sko og var í þvílíkum fíling. og dv gaf haug af stjörnum líka...

að mínu viti var þetta þokkalegt stuð og fjör en ekki merkilegir tónleikar þannig.

en numan er betri.

arnar valgeirsson, 12.6.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

RR - dansa við þig seinna. Hentar 17. júní árið 857,395? :)

Haukur - eins og Arnljótur bróðurómynd bendir á fékk konsertinn víst fullt hús matar hjá Fréttablaðinu og hálfri stjörnu minna í DV. Reyndar virtist skríbentinn á DV ekki þekkja suma slagarana og telja sumt eldra efni vera af nýju plötunni en skemmti sér samt.

Fátt út á flutninginn að setja nema sönginn, en þegar menn eru hlaupandi um allt sviðið og öskrandi eins og égveitekkihvað er ekki hægt að búast við því að menn séu akkúrat á tóninum allan tímann. Skemmtanagildið var ótvírætt - öfugt við á Dylan-konsertinum sem ég labbaði út af um daginn ásamt fullt af öðru fólki.

Ber að taka fram að ég á fleiri plötur með Dylan en Whitesnake.

Arnljótur - akkuru ertu ekki búinn að drulla þér á Numan-konsert? Meira að segja mágkona mín hefur farið. Sagði að það hefði verið stuð.

Ingvar Valgeirsson, 13.6.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég held ég eigi líka fleiri plötur með Dylan en Whitesnake! En langt er nú síðan ég fór að draga í efa margt sem nefndur AET lét frá sér og það af ýmsum ástæðum, en tek jafnframt fram, að ég hef ekkert persónulegt út á hann að setja!

En svei mér Ingvar, man ekkert eftir þessum Doug Aldridge í Dio, bara Vivian Campell fyrst og svo hinum stóra þarna, alveg dottið úr núna, sá hann þó á Donnington '87!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 15:33

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Doug Aldrich lék með Dio fyrir fáum árum síðan. Hann var enn að spila með Dio þegar hann var ráðinn í Whitesnake 2003 og lék með báðum sveitum um tíma.

Vivian Campbell, sem lék með Dio, lék einnig með Whitesnake. Bæði Dio og Coverdale ráku hann og sögðu að hann væri fýlupúki og leiðindaseggur. Nú er hann í Def Leppard, sem er að mínu mati álíka leiðinleg og brjósklos í baki.

Ingvar Valgeirsson, 14.6.2008 kl. 14:31

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir Ingvar minn, ég gerist nú gamall og guggin svo ég fylgist ekki alveg eins vel með og áður, en á þó eina eða tvær nýlegar með Dio eftir að bandið fór aftur á fulla ferð!

En hér um miðja nótt, hrekkur þó minnið aðeins í gang, þessi stóri gítarleikari sem leysti Campell að hólmi eða kom inn í bandið, man það ekki, hét og heitir vonandi enn Craig Goldie!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 04:15

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Goldie lék einmit með Greg Giuffria í sveitinni Giuffria ásamt Tommy Aldridge, sem seinna lék lengi með Whiesnake. Giuffria stofnaði svo House of Lords, en í þeirri sveit lék Doug Aldrich á gítar, sem einmitt lék með Whitesnake hér í sl. viku.

Útlenski metalbransinn virðist tengjast meira innbirðis en íslenska kviðmágatalið.

Ingvar Valgeirsson, 15.6.2008 kl. 15:57

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe, þú ert eigi óumræðilega leiðinlegur Dallur Ingvar minn!House Of Love, var það ekki annars einhver leiðindi?

En tommy Aldrige, væntanlega ekki bróðir Doug, var og er hinn merkilegasti trommari, var meira að segja með vini minum Gary Moore í upphafi hans sólóferils og spilaði t.d. á tónleikaplötunni Live At the Marquee! Svo trommaði hann líka með á frumburði annars "Múrara", sem líka er vinur minn, Vinnie, algjörum snilldargrip, Mind's Eye, sem að vísu eldist ekki vel hvað hljómgæðin snertir, en vinnie gat og getur samið flott músík.

Og eitt enn með t.A. Á tónleiikunum eftirminnilegu í Reiðhöllinni í Víðidal, þangað sem við Bubbi, árni, ég og gítarsnillingurinn góði og ljúfi Húnbogi Valsson fórum saman á, lenti nú frændi minn og gamla fótboltastjarnan Lúlli (Júlíus Þór tryggvason) næstum í því að fá kjuða frá Tommy í hausinn!

Skemmtilegt!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 02:25

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Lords ekki Love, afsakið!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband