Loksins...

...drullaðist ég til að sjá þessa ágætu mynd. Fín ræma, bara skömm að því að maður, sem kallar sig bíónörd, hafi ekki séð hana fyrr. Örugglega besta Batman-myndin og Jókerinn voðafínn og allt það - en mér finnst sorglega horft fram hjá hlut Aaron Eckhart, sem fer með hlutverk hins ólánssama Harvey Dent. Hann er alveg æði í myndinni, en þar sem hann tórir enn er svolítið horft fram hjá hans hlut.

Þá þarf ég bara að fara að drullast til að sjá James Bond. Kannski lesa nýjustu glæpasögurnar líka, en ég hef ekki haft tíma til þess eins og forsætisráðherrann. En það er náttúrulega ekkert að gera hjá honum...

P.s. - Nú er Batman-teiknimynd í sjónvarpinu mínu. Stöð 2 ætti að skamma þýðandann sinn - Arkham Asylum er þýtt sem Kleppur. Eignlega ósmekklegra en égveitekkihvað.


mbl.is The Dark Knight á meðal 10 bestu mynda ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú virkilega ekki búinn að sjá nýjustu bondmyndina ennþá???? Ég er búinn að fara á hana tvisvar og var mjög ánægður með hana, tel hana nánast jafn góða og Royale spilavítið frá því síðast. Og hvernig gengur annars með Blindskákina?

Bjarni (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tinker, Taylor, Soldier, Spy gengur bara hreint ekki rassgat. Margfaldlega fyrirgefðu. Svo gengur ekkert með Bond, ætlaði að sjá hana um helgina en var að spila. Bévítans. Hlakka gríðarlega til að sjá Bond, vonast til að sjá hana í bíó en ekki á Sony 28" lampasjónvarpi síðan á síðustu öld eins og Batman.

Samhryggist þér annars með Horst Tappert.

Ingvar Valgeirsson, 15.12.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: arnar valgeirsson

það er ótrúlega leim hjá þér að hafa ekki séð bond. það er samt ekki leim hjá mér að hafa ekki séð batman enda geymi ég hana til jóla. þau eru sem betur fer einir fimm dagar eða eitthvað. sé hana þegar batman ljósið skín hér fyrir utan gluggann.

svo er allt sem hefur að gera með geðveiki þýtt sem kleppur eða kleppari eða vitleysingahæli. það finnst mér leim og leimara en að þú hafir ekki séð blond.

enda er sá sem er á kleppi ekki vitleysingur fremur en hver annar. ekki eru vitleysingar kallaðir klepparar ha? hefur þú einhverntíma verið kallaður kleppari...................

arnar valgeirsson, 15.12.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, oft verið kallaður kleppari. Ekki nýlega samt.

Arkham Asylum er hæli fyrir geðsjúka glæpamenn í stórborginni Gotham. Þar eru allt frá smábófum og upp í raðmorðingja... ljótt að líkja því við Klepp, en ég þekki einhverja sem hafa dvalið þar. Ég er nokkuð viss um að enginn þeirra er hættulegur, óheiðarlegur eða neitt í þá veruna, allavega ekki frekar en hver annar.

Ingvar Valgeirsson, 15.12.2008 kl. 19:40

5 identicon

Þakka þér fyrir með Tappert! Mér þótti hann bestur í meistaraverkinu Sie tötete in Ekstase.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Arkham Asylum er þá meira eins og Sogn?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 11:13

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja... ætli það sé ekki best að kalla þetta bara Arkham? Þá móðgast enginn.

Ingvar Valgeirsson, 20.12.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband