Niðri í þingi...

Um daginn horfði ég á Dalalíf. Ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skiptið. Ákaflega snemma í myndinni, þegar Danni og Þór gera örvæntingarfulla tilraun til að bæta á gjaldfallinn reikning sinn í kjörbúð, segir annar: "Ég virðist hafa gleymt veskinu mínu niðri í þingi".

Ég hugsaði strax með mér að þessi setning væri í dag ekki vel til þess fallin að auka traust á manni, betra væri að segjast hafa gleymt veskinu niðri á frystihúsi, steypustöð eða vinnumiðlun.

Svo, í myndinni, kemur verslunarstjórinn arkandi inn, leikinn af leikstjóra myndarinnar og núverandi þingmanni, Þráni Bertels. Hann er eflaust ágætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha, man eftir þessu, en svei mér, hef ekki enn heyrt´ÞB segja eitt einasta orð úr ræðustól, svona fylgist ég vel með þinginu núna.

En úr myndinni man ég enn betur eftir hinnni limafögru "Ekki-leikkonu" Hrafnhildi VAlbjörns og hinu þokkafulla sólbaðsatriði með henni!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband