Fullkomið jafnrétti í ráðherrastólum

Nú eru víst, í fyrsta skipti í sögu Lýðveldisins, jafnmargir kvenkyns og karlkyns ráðherrar. Ekki það að sumir hefðu haldið í fávisku sinni að eitthvað annað en kynferði ætti að skipta máli á tímum sem þessum, en svona er það nú.

Álfheiður er orðin heilbrigðisráðherra. Óldskúl kommi, sem tók fullan þátt í búsáhaldabyltingunni svokölluðu. Er þetta ekki sama konan og hjá og klappaði og hrópaði hvatningarorð þegar æstur múgurinn réðist inn á Lögreglustöðina við Hverfisgötu? Sama konan og stóð við glugga Alþingishússins og hvatti mótmælendur áfram þegar þeir réðust að lögreglunni?

Eftir það var ný stjórn mynduð og blásið til kosninga. Stjórn VG og Samfó hélt áfram með innan við 50% kjósenda á bak við sig. Samfó og VG fengu reyndar færri atkvæði en Samfó og Sjallar, gamla stjórnin.

Ögmundur varð heilbrigðisráðherra, en sagði af sér, því hann gat ekki með góðri samvisku tekið þátt í Icesave-bullinu. Álfheiður virðist ríkari af foringjahollustu. Sjálfur hefði ég mun fremur viljað sjá Ögmund berjast áfram. Var farið að lítast býsna vel á kallinn.

 


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er undarleg tík, þessi pólitík. Ég spái því að stjórnin falli innan tíu daga. Legg bjór að veði.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég skal alveg gefa þér einn eða tíu kalda ef hún fellur. Vel þess virði, þó ekki væri nema fyrir það hversu gaman er að drekka bjór með þér.

Ingvar Valgeirsson, 2.10.2009 kl. 03:30

3 identicon

Díll.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 11:12

4 identicon

Stjórnin þarf semsagt að falla fyrir 12.október og þá gefurðu mér 10 bjóra?

Ekki satt?

Ég meina díll er díll.

Veðmál er veðmál.

Ef hún fellur eftir 12.október þá skulda ég þér 10 bjóra og Dimebag. OK?

En ef hún heldur út kjörtímabilið þá skuldum við hvor öðrum 5 bjóra og plötu með Nickleback.

díll?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ef stjórnin heldur út kjörtímabilið höfum við hvorki efni á bjór né pötum...

Ingvar Valgeirsson, 7.10.2009 kl. 13:58

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Annars díll.

Ingvar Valgeirsson, 7.10.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband