Já, sumir...

...ættu að hafa vit á því að grjóthalda kjafti. en það er samt gott að hann opinberar visku sína svona, þá veit maður hvar maður hefur hann.

 

 


Einar vann!

Einar Kristinn, sem kallar sig því skemmtilega nafni Einar holdljós, vann bíógetraun. Spurt var um Matthew Fox, sem best er þekktur sem æi þarna læknirinn með pabbakomplexinn í hinum þrautleiðinlegu þáttum Lost.

Hann lék líka leyniþjónustumann í Vantage Point (hvar Atli Örvars sá um mússíkkina) og öryggisvörð, sem stunginn er til bana af suður-amerískum leigumorðingja í Smokin´Aces. Gersamlega óþekkjanlegur í því hlutverki. Byrjaði í sjónvarpsþáttum ´92 og er enn að og ákaflega smekklega klipptur.

Einar fær í verðlaun fría ferð á samkomu hjá Krossinum og persónulega fyrirbæn hjá Gunnari... ég hlýt að geta komið því til leiðar.


Leikaragetraun

Kominn tími á leikaragetraun.

Spurt er um leikara. Döh...

Hann hefur leikið í sjónvarpi sem og bíómyndum. Hóf ferilinn í sjónvarpi rétt upp úr 1990.

Hann hefur leikið lækni, svikulan leyniþjónustumann og kappakstursmann. Ekki allt í einu samt.

Hann lék eitt sinn karakter sem hét sama nafni og rokkhljómsveit.

Í einni mynd var hann stunginn til bana af suður-amerískum leigumorðingja.

Hver er? 

 


Með staðreyndirnar á hreinu

Pat Robertson er æði merkilegur (ekki í jákvæðri merkingu) karakter. Hann sóttist t.d. eftir því að verða forsetaefni Repúblíkana 1988 og hefur mikið tjáð sig, oftar af ákafa en þekkingu, um málefni líðandi stundar. Held þó að hann slái persónulegt met í ósmekklegheitum núna - en ég býst við að verðum að fyrirgefa honum, þar sem hann veit ei hvað hann gjörir.

Hann segir að Haítí-búar hafi gert samning við Kölska (ekki útgáfufyrirtækið) hér í denn og það sé ástæðan fyrir því hversu miklar hörmungar landið hafi þurft að þola. Svo bætir hann við: "Sönn saga".

Því er tilvalið að koma hér með eina sanna sögu af Pat Robertson. Þá sögu er hægt að sanna miklum mun meira en söguna sem hann segir af íbúum Haítí.

Pat Robertson var í talsverðum viðskiptum við forseta Líberíu, Charles Taylor, vopnasala og morðingja sem hafði komist til valda í blóðugri byltingu með aðstoð Lýbíumanna. Sami Taylor og studdi uppreisnarmenn í Sierra Leone, sem frægastir eru fyrir að nota börn í hryðjuverkum sínum, höggva hendur af andstæðingum og fleira í þeim dúr. Þeir sem hafa séð bíómyndina Blood Diamond þekkja þessa terrorista, sem kalla sig RUF.

Pat Robertson t.d. keypti námavinnslurétt í Líberíu, en þar eru demantanámur. Hann sendi flugvélar, sem áttu að flytja hjálpargögn, með tæki og tól til demantavinnslu á svæðið. Varð svo rétt rúmlega brjálaður þegar Bandaríkjamenn reyndu ekki að hindra að SÞ tækju Taylor höndum, fannst alveg ómögulegt að svona góður - og sannkristinn - maður væri tekinn úr umferð, þá væri stórhætta á að múslimar næðu landinu á sitt vald. Taylor hafði þá leyft al-Quaida, gegn gjaldi að sjálfsögðu, að athafna sig í landinu um nokkurt skeið.

Semsagt - salt jarðar, þessi Robertson. Eða ekki.


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldeilis hressandi.

Í Mogganum í dag er opið bréf til Björns Vals Gíslasonar þingmanns, sem er varaformaður fjárlaganefndar alþingis.

Bréfið hljómar svo:

"Nú ertu loksins kominn á þing og orðinn varaformaður fjárlaganefndar, Björn Valur Gíslason. Og mottóið hjá þér er „Allt upp á borðið!“ Ekki satt?

Skoðum það mál aðeins betur!

Í þriðju umræðu um Icesave spurðu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, í andsvörum, í hvaða hugarheimi þú værir og undruðust framkomu þína. Ekki er ég nú stoltur af skrifum sem þessum, en tel mig knúinn eftir það sjónarspil sem þú viðhafðir á Alþingi í Icesave-umræðunni, að upplýsa um þann mann sem þú hefur að geyma, samkvæmt reynslu minni.

Er einhver von til þess að þau skildu þetta sjónarspil þitt? Ég held ekki. Leikarinn BVG getur stundum verið snillingur í að koma hlutunum fyrir. Hann getur verið vingjarnlegur, tillitssamur, þolinmóður, örlátur - jafnvel hæverskur og fórnfús. Á hinn bóginn getur Björn Valur - þú sjálfur - verið illkvittinn, eigingjarn, sjálfumglaður og óheiðarlegur og skilið eftir þig ringulreið og upplausn fremur en jafnvægi.

Þetta er minn skilningur á þér eftir reynslu mína fyrir 20 árum og sýnist mér þú lítið skárri nú en þá. Þú hefur þann „heiður að bera“ að hús okkar hjóna var boðið upp og stóð fimm manna fjölskylda á götunni eftir þann leik. Uppáskrift lánsins sem þú tókst til að fjármagna útgerð þína, Björn Valur Gíslason ehf, varð að okkar óláni. Láninu átti að aflétta síðar af húsi okkar hjóna, en lán þetta var aldrei flutt og því fór sem fór. Svar þitt við okkur var einfalt: Það verða allir að bera ábyrgð á því sem þeir gera. Þess má geta, fyrir lesendur bréfs þessa, að BVG og kona mín eru systkinabörn. Eitt enn, af mörgu, sem setja má í snilldarpakka þinn, og það er hvernig þér tókst að fá lán langt umfram eignir. Er þetta kannski kunnuglegt í dag, BVG?

Ég er ekki sá eini sem þér tókst svona vel með að koma á kaldan klakann. Það veit enginn fyrr en reynt hefur hversu erfitt er að takast á við lífið í þessum sporum, þ.e. við það að missa húsnæði sitt. Sérstaklega er það þó erfitt þegar það er af skyldmenna völdum, eins og ég og mín fjölskylda upplifðum. Ekki er mér kunnugt um það, Björn Valur Gíslason, að þú hafir iðrast gjörða þinna og athafna gagnvart mér og/eða minni fjölskyldu.

Ég er ekki með þessu bréfi að kasta rýrð á aðra þingmenn vinstri grænna, sem er hið mætasta fólk, heldur að segja frá samskiptum mínum við umræddan þingmann".

Hér er svo dæmi um loforð sem umræddur þingmaður má standa við:

http://www.dv.is/frettir/2010/1/3/bjorn-valur-stjornin-spruning-ef-olafur-skrifar-ekki-undir/


mbl.is Saknar vináttu sem glataðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla hvað?

Byrja á að óska lesanda mínum, ef hann er enn lífs, gleðilegra jóla. Sé stuð?

Ég og mín familía erum í jólastuði. Ég er búinn að raða í mig fullmiklu af gæs, laufabrauði og maltogappelsíni. Sem er gott.

Ég fékk fullt af fallegu dóti í jólagjöf, þó að í seinni tíð hafi ég meira gaman af því að sjá Sveppina taka utan af sínum pökkum en að taka upp mína eigin. Eina gjöf fékk ég sem veitir mér mikla gleði á tímum sem þessum, en það er hin stórkostlega bók "Þeirra eigin orð".

Sú bók er fyndnari en allt Mad frá upphafi. Alveg kostulegt að lesa um hvaða skoðun t.d. Jóhanna Sigurðardóttir hafði á ESB fyrir nokkrum árum eða hvaða skoðun Ólafur Ragnar hafði á lögum um eignarhaldi á fjölmiðlum áður en hann varð forseti og nauðsyn varð á að setja lög um eignarhald á honum sjálfum. Alger skyldulesning og alveg tilvalið að rúlla í næstu bókabúð og fjárfesta í eintaki ef þú fékkst ekki eitt í jólagjöf. 

Jólaplötuna með Þremur röddum og Beati ( er ég að fallbeygja þetta rétt) gaf ég svo mörgum. Sú plata er kristaltær unaður. 


Saga úr Borders í Lundúnakjördæmi

Nú er Borders-bókaverslanakeðjan að fara á hausinn. Það er leiðinlegt, eins og oftast þegar fyrirtæki fara á hausinn.

Eníhjú, ég fór eitt sinn í Borders-verslun í London. Keypti mér James Bond-dagatal og fleira góðgæti, sá bækur eftir Arnald og varð kátur. Kíkti á teiknimyndasögur og sá Tinnabækur á ensku. Þar vantaði samt Tinni í Kongó, en stúlkan í búðinni sagði mér að sú bók hefði verið tekin úr hillum bókaverslana þar á bæ vegna kynþáttafordóma.

Á leiðinni úr úr búðinni sá ég samt Mein Kampf eftir Foringjann uppi í hillu. Mér fannst alveg nógu fyndið að Tinni væri tekinn úr hillunum vegna rasisma, en Adolf fengi að vera áfram. Rangstaða.


mbl.is Borders í Bretlandi gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pæling um sjónvarp og bókmenntir

Hér segir frá því þegar Egill Helgason fékk til sín góðan gest um daginn. Það var breski blaðamaðurinn Roger Boyes, sem nýverið skrifaði bókina Meltdown Iceland.

Ekki bara var hann fenginn til að tjá sig um bókina í Silfri Egils, hvar þáttastjórnandinn kaffærði höfundinn í lofi,  heldur fékk hann líka að tjá sig í Kastljósinu á sömu sjónvarpsstöð. Mér þykir líklegt að þar hafi menn verið jafnlítið gagnrýnir á verkið og Egill, sem sagði bókina vera þá bestu um fjármálakreppuna.

Eníhjú, mér þótti alveg bráðskemmtilegt að lesa DV í gær. Þar birtist ritdómur um þessa bók, Meltdown Iceland. Fyrirsögnin er skemmtileg, "Sjoppuleg bresk hrunsbók". Millifyrirsagnir eins og "Margar rangfærslur" (sem farið er nánar út í) og "Auga gestsins er ekki alltaf glöggt" og svo eru lokaorðin:

"Alveg sérstaklega léleg bresk bók um hrunið. Staðreyndavillurnar eru margar og bókin einkennist af lítilli og yfirborðslegri þekkingu á Íslandi".

Bókin fær hálfa stjörnu af fimm.


Klaufalega orðað atriði...

Í fréttinni segir að yfirvöld reki áróður gegn þessari ágætu starfsstétt:

"Borgin dreifði póstkortum á hótelum í Kaupmannahöfn þar sem sagði: Verið sjálfbær: kaupið ekki kynlíf".

Þýðir þetta ekki að menn eigi að kippa í kvikindið sjálfir? "Verið sjálfbær"?


mbl.is Danskar vændiskonur bjóða ókeypis þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vídeóinnkaup Sveins

Ég fór nýverið í mína uppáhaldsbúð, 2001 við Hverfisgötu. Fjárfesti þar í tveimur bíómyndum á dvd, önnur var ætluð mér og hin Miðju-Sveppi.

Terminator: Salvation fyrir mig, Karate Kid fyrir Svepp.

Terminator reyndist vera bönnuð innan tólf ára. Karate Kid var, skv. umslagi, bönnuð innan fimmtán ára.

Við hlógum okkur báðir alveg máttlausa og mér datt ekki í hug að hætta við að gefa honum diskinn, enda er hann búinn að sjá myndina áður hvort eð er.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband